Nótan - Uppskeruhátíð Tónlistarskólans á Tröllaskaga

Í gær þriðjudaginn 7. mars fóru fram uppskerutónleikar Tónlistarskólans á Tröllaskaga í Menningarhúsinu Tjarnarborg og hófust þeir kl. 17:00. Um var að ræða Nótuna en til þessara tónleika höfðu verið valdir nemendur til þátttöku. En undanfarin ár hafa nemendur unnið sér inn rétt til þátttöku í Nótunni með því að taka þátt í tónleikum í heimabyggð.

Tvö atriði voru valin ú hverjum flokki þ.e. grunnstigi, miðstigi og í opnum flokki en enginn nemandi kom af framhaldsstigi að þessu sinni.

Það voru 17 atriði sem kepptu í Nótunni í gær.

Þeir nemendur sem valdir voru af grunnstigi voru Sigríður Erla Ómarsdóttir en hún lék á þverflautu lagið Promise úr Disney mynd og bræðurnir þeir Júlíus Þorvaldsson, sem lék á píanó og Tryggvi Þorvaldsson, sem lék á gítar en þeir sungu og spiluðu lagið Leiðin okkar allra eftir Hjálma

Þeir nemendur sem valdir voru áfram af miðstigi voru þau Þorsteinn Jakob Klemenzson en hann lék á gítar Unknown Blues og Gunnhildur Lilja Kristinsdóttir sem lék á fiðlu lagið Malaguena frá Malaga. 

Í opnum flokki voru einnig valin tvö atriði; hópurinn Daði Þórsson, trommur, Einar Örn Arason, bassi, Þorsteinn Jakob Klemenzson, gítar, Styrmir Þeyr Traustason, píanó, Gunnhildur Lilja Kristinsdóttir, söngur og Selma Rut Guðmundsdóttir, söngur. Fluttu þau lagið People help the people eftir Birdy. Og hópurinn Laufey Ipsita Stefánsdóttir, fiðla, Gunnhildur Lilja Kristinsdóttir, fiðla, Verónika Jana, fiðla, Birna Karen, fiðla, Sigríður Erla Ómarsdóttir, þverflauta, Svanbjörg Anna og Steinunn Sóllilja, píanó/tamb með lagið 12 Contredanses – nr. 1, 8, 12.

Dómnefndina skipuðu þau Linda Lea Bogadóttir, markaðs- og menningarfulltrúi Fjallabyggðar, Iva Þórarinsdóttir, tónlistarkennari TAT og Timothy Knappett, tónlistarkennari TAT.

Myndir af öllum þátttakendum eru aðgengilegar hér.

Birdy  12 Contredanses
Vinningshafar í opnum flokki                                              Vinningshafar í opnum flokki

Gunnhildur Lilja Kristinsdóttir  Sigríður Erla Ómarsdóttir
Gunnhildur Lilja Kristinsdóttir, miðstig            Sigríður Erla Ómarsdóttir, miðstig

Bræðurnir  Þorsteinn Klemenzson
J
úlíus og Tryggvi Þorvaldssynir, grunnstig                         Þorsteinn J. Klemenzson, grunnstig