North Ultra og North Half Fjallakofans 28. ágúst

Mynd af vef North Ultra
Mynd af vef North Ultra

Klukkan 8:00 laugardaginn 28. ágúst 2021 verður fyrsta North Ultra hlaup Fjallakofans ræst og kl 12:00 verður fyrsta Half North hlaupið ræst.

North Ultra hlaupið mun leiða þig frá Dalvík, yfir til Ólafsfjarðar, niður Héðinsfjörð og loks til miðbæjar Siglufjarðar. Í hlaupinu fylgjum við fornri samgönguleið sem notuð var á árum áður fyrir bréfburð, matarflutning o.m.f. Einstök náttúrufegurð heltekur þig, þar sem slóðinn er umkringdur ósnortinni náttúru og mikilfenglegu útsýni.

Half Ultra hlaupið leiðir þig forna þjóðleið frá Ólafsfirði til Siglufjarðar og það sama á við þar og í North Ultra þú munt aldrei gleyma útsýninu.

Tröllaskaginn er eitt mikilfenglegasta fjallendi Íslands og liggur fyrir miðju norðurlandi á milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar. Skaginn er fjöllóttur og ná margir fjallatindar yfir 1200m yfir sjávarmál og nokkrir yfir 1400m. Djúpir dalir skerast inn í fjallendi Tröllaskagans en þeir eru mótaðir af greftri vatnsfalla og svörfun skriðjökla á jökulskeiðum ísaldar. Skaginn er einnig ríkur af öðrum náttúruauðlindum svo sem fjölskrúðugu fugla- og plöntulífi og jarðminjum ýmiskonar. Kyrrðin í fjöllunum, fuglasöngur, öldugjálfur - allt og meira til í boði á Tröllaskaganum!

Samgöngur á Tröllaskaganum eru góðar, bæði innan sveitarfélaganna sem og við nærliggjandi byggðir. Nyrst á Tröllaskaganum liggja tvö sveitarfélög; Dalvíkurbyggð og Fjallabyggð.

North Ultra

 • Hlaupaleiðin er frá Dalvík og inn á Siglufjörð. Hlaupið er yfir fjalllendi og niður í firði. Dalvík - Ólafsfjörður - Héðinsfjörður - Siglufjörður
 • Kort af hlaupaleið North Ultra
 • Tímatakmörk 12 klst
 • Skráningargjald er 20.000 kr
 • Aldurstakmark 18 ár
 • Hámarksfjöldi hlaupara: 200
 • Hlaupið hefst kl 8:00

North Half

 • Hlaupið er frá Ólafsfirði yfir á Siglufjörð.
 • Kort af hlaupaleið North Half
 • Skráningargjald er 10.000 kr
 • Aldurstakmark 18 ár
 • Hámarksfjöldi hlaupara: 200
 • Hlaup hefst kl 12:00
Innifalið í verði
 • Tímataka og númer
 • Verðlaun fyrir efstu 3 sæti í kvenna- og karlaflokki
 • Finisher medalía - fyrir alla sem klára hlaupið
 • Rúta frá Siglufirði á Dalvík/Ólafsfjörð OG frá Siglufirði á Dalvík/Ólafsfjörð eftir hlaup
 • Flutningur á dropbag tösku frá Siglufirði/Dalvík á drykkjarstöð á Ólafsfirði (North Ultra)
 • Brautargæsla og öryggisgæsla Björgunarsveita - í fjallalendi
 • Salernisaðstaða við rás- og endamark
 • Drykkjarstöðvar

 

Dagskrá hlaupadags
 • Kl. 8:00 - North Ultra Fjallakofans ræst á Dalvík
 • Kl. 12:00 - North Half Fjallakofans ræst á Ólafsfirði
 • Kl. 14:00 (15:00) - Fyrstu hlauparar koma í mark
 • Kl. 16:00 - Verðlaunaafhending. Verðlaun verða veitt fyrir fyrstu þrjú sætin í hvoru hlaupi fyrir sig, bæði í karlaflokki og í kvennaflokki.

 

Nánari upplýsingar

Heimasíða hlaupsins - www.northultra.is

Skilmálar hlaupsins

Nánari upplýsingar veita Helga María eða Gestur Þór (helga@sb.is / thor@wildtracks.is)