Norðurorka styrkir fimm verkefni í Fjallabyggð

Norðurorka hf. auglýsti eftir umsóknum um styrki til samfélagsverkefna um miðjan október sl. og rann umsóknarfrestur út þann 15. nóvember. Í gær, fimmtudaginn 7. janúar, var tilkynnt hverjir fengu úthlutað styrk.

Eftirtaldir aðilar í Fjallabyggð hlutu styrk:
- Félag um Ljóðasetur: Sýningar og fyrirlestrar
- Jón Þorsteinsson söngvari: Hljómplötuútgáfa í tilefni 100 ára afmæli Ólafsfjarðarkirkju
- Sigurhæð - Menningarmiðstöð: Söguminjasafn Ólafsfjarðar - uppbyggingastyrkur
- Skíðafélag Ólafsfjarðar: Skíðaskóli fyrir 1 og 2 bekk
- Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar: Söfnun og kynning

Alls bárust 94 umsóknir frá 88 aðilum. Alls hljóta 43 verkefni styrk að þessu sinni og er heildarfjárhæð styrkja sjö milljónir króna.

Nánari upplýsingar um úthlutun má finna á heimasíðu Norðurorku.