NorðurOrg, söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi

Söngkeppni félagsmiðstöðva á Norðurlandi, NorðurOrg fer fram í íþróttahúsinu í Ólafsfirði á morgun, föstudaginn 25. janúar kl. 19.00.
Von er á um 450 unglingum frá félagsmiðstöðvum víðsvegar af Norðurlandi.

Söngkeppnin er lokaður viðburður en hún verður send út beint á FM TRÖLLA.

Keppendur fyrir hönd Neons er hljómsveitin Ronja og ræningjarnir. Söngur er í höndum Ronju Helgadóttur en aðrir í hljómsveitinni eru: Hörður Ingi Kristjánsson, Kristján Már Kristjánsson, Júlíus Þorvaldsson, Tryggvi Þorvaldsson og Mikael Sigurðsson.