Starfs- og námsráðgjafi óskast til starfa við Grunnskóla Fjallabyggðar

Starfs- og námsráðgjafi óskast til starfa við Grunnskóla Fjallabyggðar í 50% starfshlutfall. Starf starfs- og námsráðgjafa fer fram á þremur starfsstöðvum  skólans,  á Ólafsfirði og tveimur á Siglufirði


Helstu verkefni

starfs- og námsráðgjafi Grunnskóla Fjallabyggðar er trúnaðarmaður og talsmaður nemenda. Hlutverk námsráðgjafa er að standa vörð um velferð allra nemenda og veita ráðgjöf varðandi nám, námstækni og námsvenjur.  Námsráðgjöfin er hugsuð sem hjálp og stuðningur til að auka sjálfstæði og sjálfsvitund nemenda. starfs- og námsráðgjafi tekur þátt í samstarfi innan og utan skólans.

Hæfniskröfur

  • Starfsréttindi sem námsráðgjafi
  • Geta starfað sjálfstætt
  • Hæfni í mannlegum samskiptum
  • Jákvæðni og frumkvæði

 

Laun samkvæmt gildandi kjarasamningi launanefndar sveitarfélaga og KÍ.

Nánari upplýsingar veitir Jónína Magnúsdóttir skólastjóri 845-0467 eða jonina@fjallaskolar.is