Námskeið í tengslum við Berjadaga

Berjadagar 2014
Berjadagar 2014
Í tengslum við tónlistarhátíðina BERJADAGA sem  verða í Ólafsfirði í ágúst verður boðið upp á námskeið fyrir börn og ungmenni á aldrinum 10 - 17 ára.
Námskeið er hjá einum fremsta djasspíanóleikara landsins, Sunnu Gunnlaugsdóttur.
••• Hjá Sunnu fá krakkar leiðbeiningu í að spinna tónlist af fingrum fram, læra að búa til lítil stef og vinna úr þeim, spila saman og gera tilraunir með framþróun á tónsmíð.
Námskeiðið er öllum opið en þeir sem spila á hljóðfæri eru hvattir til að koma með þau.

Skráning:
berjadagar.artfest@gmail.com | s. 615 22 31 Ólöf Sigursveinsdóttir
Þeir sem taka þátt fá miða á Berjadaga, tónlistarhátíð í Ólafsfirði
Staður: Tónskóli Ólafsfjarðar í Menningarhúsinu Tjarnarborg
Skráning til 5. ágúst. Námskeiðið er í boði Berjadaga.

Fimmtudagur 14. ágúst 2014 kl. 10-13
Föstudagur 15. ágúst 2014 kl. 10-13
kl. 15 á Hornbrekku