Námskeið á vegum SÍMEY

Hlutverk SÍMEY (Símenntunarmiðstöð Eyjafjarðar) er að efla símenntun og auka samstarf milli atvinnulífs og skóla, og styrkja þannig samkeppnishæfni fyrirtækja og stofnana á svæðinu. SÍMEY stuðlar að því að einstaklingar á Eyjafjarðarsvæðinu hafi aðgang að hagnýtri þekkingu á öllum skólastigum.
Samstarfsaðilar eru allir þeir sem vinna að eða bjóða upp á fræðslu, innan eða utan hefðbundinna menntastofnana, hvort sem um er að ræða starfsmenntun, tómstundanám, bóklega eða verklega fræðslu.
SÍMEY leggur áherslu á að miðla, safna og vinna úr upplýsingum og skapa þannig möguleika á markvissari og árangursríkari uppbyggingu á fræðslu.

Fyrir íbúa Fjallabyggðar þá eru eftirtalin námskeið í boði á næstu vikum.
Excel fyrir byrjendur
Fjögra kvölda námskeið, samtals 12 klst. Þetta námskeið er ætlað byrjendum og þeim sem kunna lítið í Excel. Þátttakendur þurfa að hafa nokkra reynslu af því að vinna við tölvur en vilja læra undirstöðuatriðin í töflureikninum.
Hvar: SÍMEY Námsver Símey Dalvík
Hvenær: Hefst um miðjan október
Námsmat: Munnleg endurgjöf kennara
Kennari: Helgi Kristinsson
Verð: 18.000 kr.

Tölvur og upplýsingatækni
Fjögurra kvölda námskeið, samtals 8 klst. í upplýsingatækni, sérstaklega ætlað fyrir fullorðna á byrjunarreit í tölvunum.
Kennari: Guðný Ólafsdóttir
Hvar: SÍMEY Námsver Dalvík
Námsmat: Munnleg endurgjöf kennara
Hvenær: Hefst um miðjan október, nánar auglýst síðar
Verð: 18.000 kr.

iPAD námskeið
Tveggja kvölda námskeið samtals 6 klst. fyrir þá sem vilja fræðast um helstu möguleika iPadsins í leik og starfi.

Hvar: Fjallabyggð, Siglufirði
Hvenær: lok september
Námsmat: munnleg endurgjöf frá kennara.
Kennari: Guðný Ólafsdóttir
Verð: 11.000 kr.
Allar nánari upplýsingar og skráning á heimasíðu SÍMEY