Nafn sameinaðs sveitarfélags - samkeppni

Í kjölfar ákvörðunar um sameiningu sveitarfélaganna Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar liggur fyrir að ákveða hvernig nafn hins nýja sveitarfélags skuli valið. Skipuð hefur verið nafnanefnd sem standa mun fyrir samkeppni meðal íbúa um nafn á sveitarfélagið. • Nafnanefndin mun velja allt að 5 nöfn úr tillögunum og senda örnefnanefnd til umsagnar.• Samhliða sveitarstjórnarkosningum 2006 verður gerð skoðanakönnun meðal kjósenda um nafn hins sameinaða sveitarfélags. Til grundvallar verða lögð þau nöfn sem hlotið hafa samþykki örnefnanefndar.• Nafn hins sameinaða sveitarfélags verður ákveðið af nýrri sveitarstjórn og auglýst sérstaklega.Hér með óskar nafnanefnd eftir tillögum að nafni hins sameinaða sveitarfélags frá íbúum þess. Samkvæmt lögum skal nafnið samrýmast íslenskri málfræði og málvenju. Einnig skal tekið fram að ekki er verið að horfa til núverandi stjórnsýsluheita sveitarfélaganna eða tilvísunar í þau.Tillögum skal komið á framfæri á bæjarskrifstofur sveitarfélaganna. Til að gæta hlutleysis hefur nefndin ákveðið að fara fram á að tillögur njóti nafnleyndar þar til nafn hefur verið valið. Það skal gert á þann hátt að tillaga að nafni, ásamt nafni og heimilisfangi höfundar, skal sett í umslag og því lokað. Utan á umslagið skal á ný skrifa tillöguna að nafni sveitarfélagsins. Umslaginu skal komið á bæjarskrifstofu og það merkt „Nafn sameinaðs sveitarfélags“. Skilafrestur er til og með 24. mars n.k.Nafnanefnd Ólafsfjarðarbæjar og Siglufjarðarkaupstaðar