Nýtt á Ljósmyndasafni Steingríms á netinu

Vísir að Húsasögu Siglufjarðar hefur verið settur upp á ljósmyndasafni Steingríms á netinu, á slóðinni www.ljosmyndasafn.com/Husasaga.htm Þar gefst fólki kostur á að setja inn sögu hússins sem það býr í, eða sögu húss sem það þekkir. Vonast er til að í framtíðinni gæti þarna myndast góðar söguheimildir um hús á Siglufirði.