Nýr þjálfari KS Leifturs í knattspyrnu

Ragnar Hauksson ráðinn þjálfari KS Leifturs.Í dag var gengið frá samningi við Ragnar Hauksson og tekur hann nú við þjálfun KS Leifturs til tveggja ára. Gert er ráð fyrir því að ráða þjálfara honum til aðstoðar sem staðsettur verður á Ólafsfirði. Meistaraflokksráð KS Leifturs fagnar þessari niðurstöðu og bindur vonir við að liðið geti komið sterkt til leiks næsta sumar en nú verður öll áhersla lögð á að ræða við leikmenn og ganga frá leikmannahópi fyrir tímabilið. (sjá http://www.siglo.is/ks/?ks=frettir)