Ný líkamsræktarstöð opnuð í gær.

Nýja líkamsræktarstöðin var opnuð formlega í gær en hún er til húsa í viðbyggingu íþróttahúss. Stöðin er vel tækjum búin auk þess sem á neðri hæð byggingarinnar er mjög góð veitingaaðstaða og aðstaða til fundahalda. Með opnun stöðvarinnar er verið að svara kröfum og óskum bæjarbúa um betri aðstöðu til hollrar hreyfingar og gera má ráð fyrir að mikil aðsókn verði í þetta nýjasta íþróttamannvirki okkar Siglfirðinga. Opnunartíma stöðvarinnar má sjá í Tunnunni.Meðfylgjandi mynd er fengin að "láni" á síðu Steingríms, Lífið á Sigló.