MX Bikarmót í Ólafsfirði

Bikarmót í mótorkross á vegum Mótorhjóla & snjósleðaíþróttasamband Íslands verður laugardaginn 27. júní nk. í ný endurbættri og lengdri braut Ólafsfirðinga.

Keppt verður í sex flokkum þar á meðal kvennaflokki. Tímataka hefst kl. 9:30. Keppnin byrjar svo kl. 11:30 með keppni í kvennaflokki. Reiknað er með að mótinu ljúki um kl. 15:00. Hægt er að skoða dagskránna hér.