Móttaka Baldurs Ævars Ólympíufara

Baldur Ævar (mynd fengin af www.ifsport.is)
Baldur Ævar (mynd fengin af www.ifsport.is)
Eins og kunnugt er þá hefur Baldur Ævar Baldursson verið í Kína að taka þátt í Ólympíuleikum fatlaðra. Hann kemur til Ólafsfjarðar í dag föstudag, og ætlum við að taka á móti honum í Tjarnarborg kl. 17:00. Við hvetjum sem flesta til að koma og heiðra þennan unga afreksmann með nærveru ykkar. Léttar kaffiveitingar verða á staðnum. Allir velkomnir.  baldur_lending