Morgunvakt Rásar 1 send út frá Ólafsfirði

Morgunvakt Rásar 1 verður send út frá skrifstofum Fjallabyggðar í Ólafsfirði á morgun, þriðjudaginn 20. nóvember.

Efni morgunvaktarinnar mun að miklu leiti vera tengt Fjallabyggð og því sem þar er á döfinni. Umsjónarmenn útsendingarinnar frá Ólafsfirði eru Hilda Jana Gísladóttir og Karl Eskil Pálsson, en þau hafa bæði sterk tengsl við Fjallabyggð. Það er því ástæða til að vakna snemma, stilla á Rás 1 og hlusta á morgunútvarpið milli klukkan 7 og 8 á morgun.