Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum

Minjastofnun auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsafriðunarsjóði til verkefna 2015 og er umsóknarfrestur til 1. des 2014. Allir hafa rétt til að sækja um styrki í sjóðinn, sveitarfélög, félagasamtök, einstaklingar og lögaðilar.
Hlutverk húsafriðunarsjóðs er að stuðla að varðveislu og viðhaldi friðlýstra húsa og mannvirkja sem hafa menningarsögulegt gildi. Sjóðnum ber einnig að stuðla að byggingarsögulegum rannsóknum.