Mikil ánægja með grillveislu Kiwanismanna

Frá velheppnaðri grillveislu
Frá velheppnaðri grillveislu

Á laugardaginn var eldri borgurum í Fjallabyggð boðið í grillveislu í Skógræktinni á Siglufirði sem Kiwanisklúbburinn Skjöldur stóð fyrir. Grilluð voru lambalæri og borið fram með tilheyrandi sósu, sallati og öðru meðlæti. Mikil ánægja var á meðal eldri borgara í Fjallabyggð með þetta framtak Kiwansklúbbsins Skjaldar og nutu allir þessarar frábæru máltíðar og samverustundar í dásamlegum skógarlundi Skógræktarfélags Siglufjarðar.

Grillveisla fyrir eldri borgara

Grillveisla eldri borgara

Myndir: Skúli Pálsson