Midnight Sun Race – Miðnætursigling á Siglufirði

Fjórar seglskútur luku siglingakeppninni Midnight Sun Race sem fór fram á Siglufirði 20. – 21. júní. Siglt var frá Siglufirði og hringinn í kring um Grímsey og aftur til baka til Siglufjarðar.

Sigurvegari í 1. deild var Hollenska skútan Swanneblom, skipstjóri Henk Rouwé. Sigurvegari í 2. deild var skútan Paradís frá Akureyri, skipstjóri Hörður Finnbogason. Keppnin vakti verulega athugli á Siglufirði og fjöldi mans fylgdist með þegar keppnin var ræst kl. 18:00 í gærkvöldi.