Mettúr hjá Sigurbjörginni

Sigurbjörgin  landaði í gær á Siglufirði afla úr Barentshafi. Verðmæti aflans var um 172 milljónir króna, sem ku vera mesta aflaverðmæti skipsins í einni veiðiferð til þessa. Hásetahluturinn er ríflega 1,7 milljónir króna. Aflinn var 614 tonn af þorski og 40 tonn af ýsu, en þær tölur miðast við óslægðan fisk. Veiðiferðin tók 33 daga, þar af 24 á veiðum og níu daga á siglingu.