Mest rækja til Siglufjarðar árið 2003

Siglufjörður er langstærsta rækjulöndunarhöfnin hérlendis. Á nýliðnu ári komu hingað 6.174 tonn af rækju skv. tölum Fiskistofu.Næstmest barst til Súðavíkur eða 3.220 tonn, þá kom Dalvík með 2.917 tonn, síðan Húsavík með 2.766 tonn í fimmta sæti var Akureyri með 1.576 tonn.Frétt í Fiskifréttum.