Menntaskólinn á Tröllaskaga - útskrift

Fyrsti stúdent skólans verður útskrifaður n.k. laugardag 18. desember
Fram kemur á heimasíðu Menntaskólans að laugardaginn 18. desember verður fyrsti stúdent skólans útskrifaður.
Útskriftin fer fram í Ólafsfjarðarkirkju klukkan 14:00 og eru allir velkomnir.
Einnig kemur fram á heimasíðu skólans að alls sóttu 21 um skólavist á vorönn en því miður var ekki hægt að taka alla nemendur inn þar sem flestir námshópar eru orðnir yfirfullir.
Þessi mikli fjöldi kemur ánægjulega á óvart en flestir koma úr Siglufirði, þá Ólafsfirði en nokkrir koma annars staðar frá.
Það verða því 86 nemendur sem hefja nám á vorönn 2011.