Menningarstyrkir Fjallabyggðar 2014

Frá afhendingu menningarstyrkja Fjallabyggðar 2014
Frá afhendingu menningarstyrkja Fjallabyggðar 2014
Úthlutun menningarstyrkja Fjallabyggðar fyrir árið 2014 var formlega tilkynnt í gær við hátíðlega athöfn í Menningarhúsinu Tjarnarborg. 
Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar Fjallabyggðar fyrir árið 2014, var tillaga markaðs- og menningarnefndar frá 2. fundi 4. nóvember 2013 og bæjarráðs frá 322. fundi 12. nóvember, samþykkt á 95. fundi bæjarstjórnar 12. desember 2013. Tuttugu umsóknir bárust. Úthlutaðir styrkir 2014, nema samtals kr. 5.300.000. 
Lista yfir einstaklinga og félagasamtök sem hlutu styrk að þessu sinni má sjá hér.


Hluti af styrkþegum ásamt Sigurði Val Ásbjarnarsyni bæjarstjóra við afhendingu menningarstyrkja.
(Myndir: Gísli Kristinsson).