Menningarráð Eyþings auglýsir til umsóknar verkefnastyrki til menningarmála

Ragnheiður Jóna menningarfulltrúi Eyþings verður með viðveru í Fjallabyggð fimmtudaginn 14. febrúar á Bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar kl. 9.30-10.30 og á Bæjarskrifstofu Siglufjarðar kl. 13.30-14.30. Umsóknarfrestur er til og með 3. mars.  Úthlutun fer fram í apríl. Menningarráð Eyþings hefur ákveðið að árið 2008 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða: Verkefni sem vekja athygli á sögustöðum og menningartengdum viðburðum, t.d. með tilliti til ferðaþjónustu  Verkefni sem efla þekkingu á  sögu og sérkennum svæðisins Verkefni sem stuðla að þátttöku sem flestra og brúa kynslóðabil Verkefni sem fela í sér samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina sem og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað Verkefni sem fela í sér nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs.