Stofn- og rekstrarstyrki til menningarmála

Menningarráð Eyþings auglýsir nú í fyrsta sinn eftir umsóknum um stofn- og rekstrarstyrki á grundvelli viðauka menningarsamnings mennta- og menningarmálaráðuneytis við Eyþing.


 

Tilgangur styrkjanna er að efla starfsemi á sviði lista, safna og menningararfs. Styrkirnir miðast við starfsemi árið 2012.

 

Úthlutunarreglur og umsóknareyðublöð er að finna á heimasíðu Menningarráðs Eyþings www.eything.is  Umsóknir skulu sendar Menningarráði Eyþings, Strandgötu 29, 600 Akureyri og á netfangið menning@eything.is

 

Umsóknarfrestur er til og með 20. september 2012.

 

Nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi, símar 464 9935 / 862 2277,  netfang menning@eything.is