Menningarnótt í Reykjavík - Þátttaka Siglufjarðarkaupstaðar

Siglufjarðarkaupstað hefur formlega verið boðið að taka þátt í dagskrá á Menningarnótt í Reykjavík sumarið 2003 og fær Tjarnarsal Ráðhússins í Reykjavík til afnota fyrir viðburði frá Siglufirði. Menningarnóttin er 16. ágúst n.k. og verður nú unnið að undirbúningi fyrir þátttöku Siglufjarðarkaupstaðar. Boðið er mjög kærkomið og mikilvægt er að vel takist til við undirbúninginn þannig að Siglfirðingar geti nýtt sér þetta tækifæri til fullnustu varðandi kynningu á bænum og því sem hér fer fram í atvinnulífi, félagslífi og fleiru.