Menningarfulltrúi Eyþings með viðtalstíma á Siglufirði

Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi Eyþings verður með viðtalstíma á Siglufirði 25. febrúar kl. 14.00-15.30 í Ráðhúsinu, salnum 2. hæð.

Bæjarbúar sem stefna á menningarviðburði eða verkefni eru hvattir til að mæta og ræða við Ragnheiði vegna styrkumsókna til Menningarráðs Eyþings.