Meiri­hluta­sam­starf í Fjalla­byggð

Merki Fjallabyggðar
Merki Fjallabyggðar

Jafnaðar­menn í Fjalla­byggð og Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn í Fjalla­byggð hafa stofnað til meiri­hluta­sam­starfs í Fjalla­byggð. Mál­efna­samn­ing­ur milli fram­boðanna tveggja var samþykkt­ur af Jafnaðarmanna­fé­lagi Fjalla­byggðar og full­trúaráði Sjálf­stæðis­flokks­ins í Fjalla­byggð í kvöld.

Sam­kvæmt yf­ir­lýs­ingu verður Stein­unn María Sveins­dótt­ir odd­viti Jafnaðarmanna áfram formaður bæj­ar­ráðs og Helga Helga­dótt­ir bæj­ar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokks­ins verður for­seti bæj­ar­stjórn­ar.

Gunn­ar I. Birg­is­son verður áfram bæj­ar­stjóri Fjalla­byggðar.