Meiri afli á land

Í fundargerð Hafnarstjórnar frá því 10. desember sl. kemur fram að landaður afli í Fjallabyggðarhöfnum á tímabilinu 1. janúar 2015 til 10. desember 2015 hafi verið 23.200 tonn á Siglufirði í 2.371 löndun og 506 tonn í Ólafsfirði í 570 löndunum.
Til samanburðar á sama tímabili 2014 var landaður afli á Siglufirði 18.670 tonn og 803 tonn í Ólafsfirði.
Á Siglufirði er aukning í lönduðum afla rúmlega 4.600 tonn eða 24.7%. Í Ólafsfirði er aftur á móti landað rúmlega 297 tonnum minna sem minnkun um 37%.
Samanlagt er þó heildaraukning á lönduðum afla í Fjallabyggðarhöfnum frá 2014 - 2015 rúmlega 22%.