Meindýr í trjám og runnum

Garðyrkjustjóri vill benda garðeigendum á að á undanförnum vikum hafa verið kjöraðstæður fyrir nýliðun fiðrildalirfa

og útlit fyrir að hún herji á lauftré af miklum þunga í ár. Hann hvetur þá sem vilja draga úr skaða af völdum óþrifa í trjám og runnum að leita til fagaðila varðandi úðun eða leita sér upplýsinga um aðrar varnir t.d. lífrænar varnir sem má meðal annars finna á vefnum www.nattura.is