Matur og næring fyrir fríska af eldri kynslóðinni

Félagsþjónusta Fjallabyggðar býður öllum 60 ára og eldri upp á fræðsluerindi um mat og næringu föstudaginn 6. maí nk. kl. 10:30 í sal Menntaskólans á Tröllaskaga í Ólafsfirði og  kl. 13:00 sama dag í Ráðhúsinu á Siglufirði 2. hæð.

Fyrirlesari er Fríða Rún Þórðardóttir næringarfræðingur og hlaupari til 40 ára.

Fríða Rún starfar í Veitingaþjónustu Landspítala og sem verktaki hjá Reykjavíkurborg, VIRK og World Class. Auk þess að þjálfa hlaupahóp Víkings og vinna að ýmiss konar fræðslu og félagsmálum á sviði íþrótta, astma og ofnæmis. Fríða Rún á og rekur heilsuvefsíðuna Heilsutorg.is og er að vinna að annarri MS gráðu í næringarfræði með áherslu á fæði eldri kynslóðarinnar sem rannsóknarverkefni.