Markaðsátakið "Fjallabyggð fagnar þér" heldur áfram

Ólafsfjarðarvatn
Mynd: Guðrún Guðmundsdóttir
Ólafsfjarðarvatn
Mynd: Guðrún Guðmundsdóttir

Markaðsátakið "Fjallabyggð fagnar þér" heldur áfram.

Fjallabyggð blés til átaks í markaðsmálum í upphafi sumars í samstarfi við Auglýsingastofuna PiparTBWA með áherslu á innlenda ferðamenn.

Herferðinni verður haldið áfram og á næstu dögum hefst undirbúningur að herferð í íbúa- og atvinnuþróunarmálum með það að markmiði að fjölga íbúum og fyrirtækjum í bæjarfélaginu.

Fjallabyggð leitar eftir einstaklingum sem búsettir eru í fjallabyggð, og væru til í að taka þátt í rýnihópum fyrir markaðsátak Fjallabyggðar. 

Hvetjum við alla sem áhuga hafa að taka þátt með því að svara meðfylgjandi könnun. 

Könnun