Manstu þá gömlu góðu daga

Byrjað er að undirbúa dansleik á Ketilási, sem halda á laugardaginn 26. júlí.  Ætlunin er að dansleikurinn verði fyrir 45 ára og eldri og sérstaklega fyrir þá Ólafsfirðinga, Siglfirðinga, Fljótamenn og aðra af hippakynslóðinni sem skemmtu sér á Ásnum á árunum frá 1968.  Í dag verður opnaður vefur á moggablogginu http://www.ketilas08.blog.is/  þar sem nánari fréttir verður að finna og þar  geta gestir tjáð sig um málið.