Mannlífs- og upplýsingasíða fyrir Ólafsfjörð

Gísli Rúnar Gylfason hefur sett upp síðuna www.625.is. Um er að ræða mannlífs- og upplýsingasíðu (byggða á svipuðum hugmyndum og www.sksiglo.is).

Þar gefst bæjarbúum tækifæri á að koma á framfæri viðburðum, afmælum og öðru skemmtilegu sem þeim dettur í hug. Gísli Rúnar ætlar að reyna að mynda skemmtilega viðburði og setja inn líflegar myndir af mannlífinu í bænum. Þessi síða er hugsuð sem samstarfsverkefni allra bæjarbúa, fyrir alla bæjarbúa.