Mannfjöldi 2003 - endanlegar tölur

Nú liggja fyrir endanlegar tölur um íbúafjölda á Siglufirði þann 1. desember 2003. Árið 2003 bjuggu á Siglufirði 1438 íbúar og hefur þeim fækkað um 17 frá árinu áður.Frá árinu 2000 hefur íbúum fækkað um 122 og á 10 ára tímabili hefur íbúum fækkað um 343, en árið 1993 voru íbúar Siglufjarðar 1781.