Málum tröll á húsin í Ólafsfirði

Er hægt að sjá húsið þitt frá Aðalgötunni í Ólafsfirði?

Getur þú hugsað þér að fá listamann til að mála tröll á húsið þitt í sumar? Ef svo er þá eru einmitt listamenn að störfum í Listhúsinu í Ólafsfirði sem langar mikið til að skreyta bæinn með tröllum. Hér til hliðar er dæmi um mynd sem hægt væri að koma á húsvegginn þinn. Einnig er hægt að láta mála tröllamynd að ósk og hugmynd hvers og eins. 

Umsjónarmaður verkefnisins er listamaðurinn Jeanne Morrison, en hún málaði m.a. tröllið á gömlu bensínstöðina eftir útlínum Íslands. Jeanne verður í Ólafsfirði í allt sumar og sér um Listhúsið fyrir Alice Liu.

Ef þú hefur áhuga, vinsamlegast hafðu samband við Jeanne gegnum Facebook: www.facebook.com/jeanne.morrison.940