Málþingi um skólamál frestað

Mynd: Gísli Kristinsson
Mynd: Gísli Kristinsson

Sökum dræmrar þátttöku á málþing um skólamál sem vera átti í Tjarnarborg í kvöld kl. 18:00 hefur verið tekin ákvörðun um hætta við það og er í skoðun að gera aðra tilraun með svona þing næsta haust.  Það verða að teljast mikil vonbrigði að aðeins 11 aðilar hafi sýnt því áhuga að mæta í kvöld og erfitt að trúa því að það séu ekki fleiri sem vilja nýta þennan vettvang til að hafa áhrif á bætt skólastarf í Fjallabyggð.