Múlagöng malbikuð

Vegagerðin áætlar að hefja vinnu við malbikun Múlaganga næstkomandi sunnudag kl. 21:00, göngin verða lokuð fyrir umferð frá þeim tíma og til klukkan 6:30 á mánudagsmorgun. Reikna má með að lokað verði í 3-4 kvöld og nætur á meðan á framkvæmdum stendur. Lágheiðinni verður haldið opinni á meðan á þessum framkvæmdum stendur. Við bendum á að upplýsingasíma vegagerðarinnar, 1777 og heimasíðu, www.vegagerdin.is