Lýðheilsugöngur í Fjallabyggð í september

Lýðheilsugöngur Ferðafélags Íslands verða á öllu landinu og eru einn af hápunktunum í glæsilegri afmælisdagskrá FÍ en félagið fagnar 90 ára afmæli á árinu. Þetta eru fjölskylduvænar göngur sem taka u.þ.b. 60-90 mínútur og er tilgangur þeirra að hvetja fólk til útivistar og hreyfingar í góðum félagsskap og efla þar með heilsu sína og lífsgæði.

Fjallabyggð hefur ákveðið að taka þátt í verkefninu með FÍ og eru bæjarbúar hvattir til að taka þátt.Nokkra lýðheilsugöngur verða í Fjallabyggð og hefst fyrsta gangan í dag 7. september í Ólafsfirði. Fararstjóri er Harpa Hlín Jónsdóttir. Mæting er kl 16.50 við ÚÍF húsið, keyrt verður  fram að Reykjum í einkabílum, gengið upp að Reykjafossi og áfram upp Reykjadalinn eftir slóða. Ganga við allra hæfi og allir velkomnir.

Fararstjóri Ólafsfjarðarmegin er Harpa Hlín Jónsdóttir og fararstjóri Siglufjarðarmegin verður Gestur Hansson. 

Næstu göngur verða sem hér segir:

Miðvikud. 13. sept. kl. 17:20 – Gengið með Hörpu Hlín uppí Hólsdal fyrir ofan Karlsstaði. Lagt af stað kl. 17.20 frà sjoppunni. Ganga á allra færi.
Fimmtud. 14. sept. kl. 18:00 – Gengið með Gesti Hansa á Leyningsbrúnir inn í Selskál. Mæting kl. 18:00 við skíðaskála  í Skarðdal. Göngutími 1,5 klst. Ganga áallra færi.

Fimmtudagur 21. sept. kl. 18:00 – Gengið með Gesti Hansa að Selvíkurvita. Mæting á gamla flugvöllinn kl. 18:00 Göngutími 2 klst. Á allra færi.
Föstudagur 22. sept. kl. 16:50 – Gengið með Hörpu Hlín upp í Vatnsendaskál í Héðinsfirði, ganga á allra færi.  Mæting við Sjoppuna í Ólafsfirði kl. 16:50. Falleg leið og nóg af berjum.

Miðvikud. 27. sept. kl. 16:50 – Gengið með Hörpu Hlín uppí Brimnesdalinn, mæting 16.50 við sjoppuna í Ólafsfirði.
Miðvikud. 27. sept. kl. 17:00 – Gengið með Gesti Hansa upp í Tjarnadali. Mæting á Torginu kl. 17:00 Sameinast í bíla.

Athugið að allar göngur taka mið af færð og veðri hverju sinni og gætu færst til ef verður eru slæm.

Sérstök athygli er vakin á því að brottfarartími er ekki sá sami og auglýstur er í kynningarefni FÍ en þar segir að allar göngur fari af stað kl. 18:00 alla miðvikudag í september. Göngugarpar eru vinsamlegast beðnir að fylgjast vel með hér á heimasíðunni er varðar brottfaratíma og dagsetningar.

Allir göngugarpar sem taka þátt í Lýðheilsugöngum FÍ geta hreppt glæsilega vinninga eins og sjá má á heimasíðu verkefnisins

Allar upplýsingar um göngur í Fjallabyggð verða birtar hér á heimasíunni. Allar upplýsingar um göngur og göngustaði vítt og breitt um landið má nálgast hér á sérvef verkefnisins http://fi.is/lydheilsa