Lumar þú á Klóa eða Pollýönnu?

Bókasafn Fjallabyggðar stefnir að því að koma sér upp heildarsafni af „Bláu og Rauðu Bókfellsbókunum“. Þetta eru bækur sem voru gefnar út á árunum frá 1943 til 1959. 
Bláu bækurnar sem voru ætlaðar drengjum eru: Percival Keene /Daníel djarfi / Klói : sagan af útilegudrengnum hugrakka / Dick Sand : skipstjórinn fimmtán ára / Pétur Haukur / Jói gullgrafari / Villi valsvængur / Óli Anders / Hrói : saga af sönnum dreng / Kalli og  njósnararnir / Rúnar á ævintýraslóðum / Sigmundur og kappar Karls konungs / Ómar á indíánaslóðum / Gunnar og leynifélagið : ævintýri á sjó og landi / Leyndardómur græna baugsins / Jón Pétur og útlagarnir / Stefán snarráði og smyglararnir í Serkjaturninum / Steinar, sendiboði keisarans /. Rauðu bækurnar sem voru ætlaðar telpum eru: Pollýanna / Pollýanna giftist : bernskan líður : æskuár / Rebekka frá Sunnulæk / Sigga Vigga / Sigga Vigga gjafvaxta / Stína Karls / Dísa siglir um suðurhöf / Anna Lilja veit, hvað hún vill / Aldís, elzt af systrunum sex / Aldís, elzt af systrunum sex / Gunnvör og Salvör / Lísa eða Lotta : hvor var hvor? / Stjarna vísar veginn / Helga-Rúna /.

Ef einhver býr svo vel að luma á þessum bókum og vill gefa bókasafninu þá væri það mjög vel þegið. Nánari upplýsingar veitir Hrönn Hafþórsdóttir forstöðumaður bókasafnsins í síma: 464 9120