Lokasprenging í Héðinsfjarðargöngum vestri

Í gær var haldið upp á það að búið er að sprengja fyrri áfanga Héðinsfjarðarganganna þ.e. frá Siglufirði inn í Héðinsfjörð. Samgönguráðherra ásamt föruneyti, bæjarstjórnarfólk, starfsmenn Vegagerðarinnar og fulltrúar verktaka og verkeftirlits voru á staðnum þegar samgönguráðherra sprengdi táknræna lokasprengingu. Að því loknu var skálað í koníaki og haldið til Bíó Café þar sem framhald var á hátíðarhöldunum.

Bæjarstjórn Fjallabyggðar mun svo bjóða öllum þeim sem þess óska í skoðunarferð inn í Héðinsfjarðargöng Siglufjarðarmegin milli klukkan 11:00 og 14:00 næstkomandi sunnudag.
Rútuferðir verða frá flugvellinum á um það bil 30 mínútna fresti en áætlað er að ferðin taki um 45 mínútur.
Hvatt er til að allir komi vel klæddir og skóaðir, en mikil bleyta og moldar leðja er víða í göngunum.

Hægt er að skoða myndir sem Steingrímur tók af lokasprengingunni á http://old.sksiglo.is/gallery2/main.php?g2_view=core.ShowItem&g2_itemId=49522