Lokanir gatna meðan Fjarðargangan stendur yfir í Ólafsfirði

Fjarðargangan á vegum Skíðafélags Ólafsfjarðar verður haldin í Ólafsfirði laugardaginn 9. febrúar nk.

Göngubrautin verður lögð í bænum og vegna þess verður truflun á umferð í efri byggð bæjarins og eru íbúar, Hornbrekkuvegar, Túngötu og Hlíðarvegar beðnir um að sýna þessu skilning og nýta sér Brimnesveg og gatnamót Brekkugötu í staðinn. Hornbrekkuvegur og Þverbrekkuvegur verða lokaðir á meðan á keppni stendur.

Truflunin stendur yfir frá kl. 09:00-17:00 laugardaginn 9. febrúar nk. meðan keppnin fer fram. Einnig geta einhverjar tafir og truflanir orðið föstudaginn 8. febrúar meðan mokað verður í göturnar og brautin lögð.  

Íbúar og gestir eru hvattir til að koma og fylgjast með skemmtilega uppsettri gönguskíðabraut og af sjálfsögðu koma og hvetja keppendur áfram.

Yfirlitsmyndir af svæðinu: