Ljósmyndarar á ferð

Ráðin hefur verið ljósmyndari til að taka myndir af viðburðum sumarsins auk mynda af umhverfi og mannlífi Fjallabyggðar. Eins og margir vita hefur okkur vantað myndir til að nýta í auglýsingar, tímarit og á heimsíðu.

Nú vilja eflaust flestir meina að til sé nóg af góðum myndum sem mætti nota. En þannig er að ljósmyndir eru verndaðar höfundarrétti og því hefur sveitarfélagið ekki rétt á að nýta myndir sem það á ekki nema gegn greiðslu. Greiðslur fyrir slíkt geta verið mismunandi og svo og leyfi til notkunar.
Íbúar Siglufjarðar hafa eflaust orðið varir við ljósmyndarann eða ljósmyndarana á ferðinni því þau eru tvö sem tóku þetta að sér. Þau voru m.a. við ljósmyndun á Siglufirði á Jónmessuhátíð og von er á þeim á Blúshátíð. Við vonum að allir brosi sínu blíðasta og sínar bestu hliðar þegar þið verðið þeirra vör.