Ljósleiðari í Fjallabyggð

Mynd: Wikipedia
Mynd: Wikipedia

Dreifbýli:

Í lok árs 2017 fékk Fjallabyggð úthlutað styrk frá Fjarskiptasjóði til uppbyggingar á ljósleiðarakerfi utan þéttbýlis í Fjallabyggð. Í framhaldi af því var undirritaður samstarfssamningur við Tengir ehf. sem tók að sér verkið. Síðla árs 2018 lauk verkinu og var þá búið að tengja öll hús sem eru með skráð lögheimili utan þéttbýlis að undanskildu Sauðanesi á Siglufirði. Eigendum annarra húsa þar sem lagður var ljósleiðari fram hjá var einnig boðið að fá tengingu t.d sumarhús og atvinnuhúsnæði. Alls voru tengd 13 hús af 20 sem mögulega gátu tengst í verkefninu.

Þéttbýli:

Tengir ehf. sótti um framkvæmdaleyfi til lagningar á ljósleiðara innan þéttbýlis á Ólafsfirði og Siglufirði í maí 2018. Vinna hófst þá um sumarið og er nú þegar búið að tengja um það bil 40% af húsnæði á Ólafsfirði og áætlað er að það klárist árið 2019 eða snemma árs 2020. Undirbúningsvinna hófst á Siglufirði 2018 og var meðal annars lagður ljósleiðari í Heilbrigðisstofnunina ásamt nokkrum húsum sem lagt var fram hjá í þeirri vinnu. Reiknað er með að klára undirbúningsvinnu á Siglufirði á þessu ári en ekki liggur fyrir endanleg áætlun um hvenær öll hús verði komin með ljósleiðaratengingu á Siglufirði.

Míla sótti einnig um framkvæmdaleyfi vegna ljósveitu á Siglufirði vorið 2018. Þeim framkvæmdum lauk sumarið 2018 og eiga því allir íbúar á Siglufirði að geta tekið ljósnet í gegnum mílu. Þessar framkvæmdir munu svo nýtast við uppbyggingu á þeirra ljósleiðara á Siglufirði í framtíðinni.

Íbúum Fjallabyggðar er bent á að hægt er að fletta upp heimilisfangi á eftirfarandi heimasíðum og athuga hvernig tenging er í boði, einnig er hægt að sýna áhuga á að fá betri tengingu og gæti það flýtt fyrir að lagður er ljósleiðari að viðkomandi húsi.

www.tengir.is
www.mila.is