Listhúsið í Ólafsfirði tekur þátt í Listasumri á Akureyri

Listhúsið í Ólafsfirði tekur þátt í Listasumri á Akureyri með prógrammið Olafsfjordur Impression. Sýndar verða fjórar stuttmyndir frá listafólki sem dvalið hefur í Listhúsinu í Ólafsfirði.
Með þessu verkefni sýna listamennirnir hvers konar áhrif Ólafsfjörður hefur haft á þá á þeim tíma sem þeir hafa dvalið þar.
Yfirskrift sýningarinnar er "When the sun refuses to shine" eða þegar sólin neitar að skína. Sýnt er í Deiglunni, í Listagilinu laugardaginn 23. júlí kl. 15:00 og 17:00

Nánari upplýsingar veitir
Alice Liu
Listhus
www.listhus.com
+354 8449538