Listgangan á Siglufirði

Í gærkvöldi var farin listganga á Siglufirði. Um þrjátíu manns söfnuðust saman á ráðhústorgi.

Farið var til sex listamanna og fyrirtækja í yndislegu veðri og fékk hópurinn frábærar viðtökur. Það var skemmtilegt að sjá fjölbreytileika listamanna.  Ætlunin er að gera þetta að árlegum viðburði.