Listaverkagjöf til Fjallabyggðar

Afkomendur Stefáns Friðbjarnarsonar fyrrum bæjarstjóra Siglufjarðar (1966-1974) færðu Fjallabyggð málverk eftir Herbert Sigfússon málara að gjöf í minningu föður þeirra.  Málverkið sem málað er árið 1947 er af Siglufirði og prýddi heimili Stefáns og fjölskyldu hans allt til dánardags Stefáns. Eins og fyrr segir eru það börn Stefáns, þau Sigmundur, Kjartan og Sigríður sem eru gefendur málverksins en hjónin Kjartan Stefánsson og Guðrún K. Sigurðardóttir afhentu gjöfina.

Við gjöfinni tóku Gunnar Birgisson bæjarstjóri, Ægir Bergsson varaformaður markaðs- og menningarnefndar og Ríkey Sigurbjörndóttir deildarstjóri fræðslu-, frístunda og menningarmála.

Fjallabyggð þakkar kærlega höfðinglega gjöf.