Listaverkagjöf

Gunnar I. Birgisson veitir gjöfinni viðtöku
Gunnar I. Birgisson veitir gjöfinni viðtöku

Í morgun komu þeir Valtýr og Jóhann Sigurðssynir og færðu Listasafni Fjallabyggðar að gjöf, málverk af föður sínum, Sigurði Jónssyni. Það voru þau Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri og Steinunn María Sveinsdóttir, formaður bæjarráðs sem veittu gjöfinni viðtöku.  Myndina málaði Einar Hákonarson árið 1989.

Sigurður Jónsson fæddist 11. desember 1913.  Hann lauk prófi frá Verzlunarskóla Íslands 1934 sem dux skólans.

Árið 1936 flutti hann til Siglufjarðar og hóf störf hjá Síldarverksmiðjum ríkisins fryst sem gjaldkeri og síðar skrifstofustjóri.   Sigurður kvæntist Gyðu Jóhannsdóttur frá Þrasastöðum í Fljótum árið 1944.

Sigurður varð framkvæmdastjóri Síldarverksmiðja ríkisins í janúar 1947 og gengdi því starfi til ársins 1971.  Síldarverksmiðjur ríkisins voru á þessum árum eitt öflugasta fyrirtæki landsins og jafnan stöðugt ágreiningsmál íslenskra stjórnvalda.  Félagið var með verksmiðjur á Skagaströnd, Raufarhöfn, og Seyðisfirði auk verksmiðjanna á Siglufirði.  Samhliða starfi sínu sem framkvæmdastjóri síldarverksmiðjanna var hann framkvæmdastjóri Bæjarútgerðar Siglufjarðar í 10 ár en það félag annaðist rekstur togarana Hafliða og Elliða.

Árið 1971 tók Sigurður við starfi forstjóra Sjóvátryggingarfélags Íslands þar sem hann starfaði í tólf ár eða til sjötugs.  Sigurður lést 11. nóvember 2007.

Listaverkagjöf

Frá vinstri: Valtýr Sigurðsson, Steinunn María Sveinsdóttir, Gunnar I. Birgisson, Jóhann Sigurðsson og Örlygur Kristfinnsson.

Sigurður Jónsson, listaverkagjöf
Mynd af Sigurði Jónssyni.