Listasýning í Pálshúsi Ólafsfirði "Innskot - týndur tími II"

Mynd: Aðsend
Mynd: Aðsend

Sýning Olgu Bergmann og Önnu Hallin “Innskot - Týndur tími II” opnar í Pálshúsi, Ólafsfirði, þann 13. júlí klukkan 14:00. Sýningin byggir á athugunum þar sem tilfærsla á tíma, staðsetningu og menningu á sér stað. Óþekktir steingervingar og fornleifafundir varpa nýju ljósi á menningarlegt og jarðsögulegt samhengi hlutanna en verkið var áður sýnt í annari mynd á norræna tvíæringnum Momentum í Moss árið 2017. Sýningin stendur til 15. september en bent er á gjaldfrjálsan aðgang á opnunardaginn.  

Sjá nánar á palsuhusmuseum.is

Innsend fréttatilkynning frá Pálshúsi.