Listasmiðjan SKAFL Alþýðuhúsinu á Siglufirði 27. - 30. október

Listasmiðjan SKAFL fer fram í Alþýðuhúsinu á Siglufirði í þriðja sinn með þátttöku listamanna með ólíkan bakgrunn í listum og nú í samstarfi við Ljósastöðina. Fólk kemur saman víða að og vinnur í frjálsu flæði og þvert á listgreinar í nokkra daga. Smiðjan er hugsuð sem tilraunasmiðja og verða því ekki endilega til fullmótuð verk eða hugmyndir á vinnutímanum. Mikilvægast er samtalið og samvera listamannanna og samskipti við bæjarbúa. Smiðjan er opin þannig að gestir eru velkomnir að kíkja við í miðdegiskaffi í spjall og hugmyndaflæði við eldhúsborðið.

Á Skaflinum verða skipulagðir viðburðir sem hefjast miðvikudaginn 27. október kl. 17:00 með fyrirlestri Lefteris Yakoumakis um myndasögur.

Föstudagskvöldið 29. október kl. 20.00 verður Hljómsveitin ADHD með tónleika í Alþýðuhúsinu. Á efnisskrá tónleikanna verða lög, sum glæný, önnur eldri, sum alveg hundgömul. Meðlimir ADHD eru, Óskar Guðjónsson sem leikur á saxófón, gítarleikarinn Ómar Guðjónsson, Tómas Jónsson leikur á píanó og trommuleikarinn Magnús Tryggvason Eliassen.

Laugardaginn 30. október kl. 14:00 opnar Erla Þórarinsdóttir sýningu í Kompunni, Alþýðuhúsinu. Erla sýnir teikningar frá undanförnum tveimur árum, allar teiknaðar á Íslandi. Þetta eru lúpur; einlínur í þrívídd, leikur og leit, ritblý og strokur, einfalt og flókið, sameiginlegt og prívat. Ástand og ákall eftir nýrri framtíð, alheimssýn og ósk um póesíu.

Laugardaginn 30. október kl. 15:30 og kl. 21:00 verður uppákoma á vegum þátttakenda í Skafli. Mæting í Alþýðuhúsinu og síðan lagt í óvissuferð.

Þátttakendur eru:

Guðjón Ketilsson, myndlistarmaður
Sigga Björg Sigurðardóttir, myndlistarmaður Kristín Svava Tómasdóttir, ljóðskáld Tómas R. Einarsson, tónlistarmaður
Fritz Hendrik IV, myndlistarmaður Erla Þórarinsdóttir, myndlistarmaður
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, myndlistarmaður Arnljótur Sigurðsson, Tónlist-ljóð- myndlistarmaður Brák Jónsdóttir, myndlistarmaður
J Pasila, myndlistarmaður
Lefteris Yakoumakis, ljóð - myndlistarmaður
Helena Stefáns Magneudóttir , kvikmyndagerðarkona Rodrigo Lopes, Tónlistarmaður
Örlygur Kristfinnsson, myndlistarmaður og rithöfundur og kvæðamaður.
Jón Proppé, listfræðingur
Lydia Athanasopoulou - Skrásetning
Hekla Björt Helgadóttir, ljóð-tónlist-myndlistarmaður
Arnar Steinn Friðbjarnarson, tónlist-myndlist- kvikmyndagerðarmaður ADHD, hljómsveit

Hægt verður að fylgjast með framgangi smiðjunnar á facebook síðu Alþýðuhússins. Viðburðirnir eru öllum opnir og tekið verður við frjálsum framlögum við innganginn. 

        
Hljómsveitin ADHD    Lefteris Yakoumakis    Erla Þórarinsdóttir