Linda Lea nýr markaðs- og menningarfulltrúi

Linda Lea Bogadóttir
Linda Lea Bogadóttir

Á dögunum var gengið frá ráðningu í starf markaðs- og menningarfulltrúa Fjallabyggðar. Alls sóttu 17 aðilar um stöðuna og var Linda Lea Bogadóttir metin hæfust.
Linda Lea er viðskiptafræðingur að mennt af stjórnunarbraut frá Háskólanum á Akureyri og er að leggja lokahönd á MA nám í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst. Hún hefur starfað sl. níu ár sem sérfræðingur hjá Landsneti hf., á sviði viðskiptatengsla, markaðsmála og kerfisstjórnar.

Linda Lea kemur til starfa í byrjun ágúst.

Er Linda Lea boðin velkomin til starfa hjá Fjallabyggð.