Lifandi tónlist um Verslunarmannahelgina á Torginu á Siglufirði

Lifandi tónlist um Verslunarmannahelgina á Torginu á Siglufirði

Það verður nóg um að vera á veitingastaðnum Torginu á Siglufirði yfir Verslunarmannahelgina, þar sem sambland verður af góðum mat og lifandi tónlist alla helgina.

Föstudagskvöldið

3. ágúst verður í dúettinn 1 plús einn, en það eru þeir félagar Guðmann Sveinsson og Einar Valur Sigurjónsson sem halda uppi stuðinu frá kl 23:30.

Laugardagskvöldið

4. ágúst mætir tríóið FER á Torgið kl 23:00 og spilar fram eftir nóttu. Í hljómsveitinni FER eru Siglfirðingarnir Fannar Þór Sveinsson Eva Karlotta og Ragna Dís Einarsdætur

Sunnudagur:

Torgið opnar klukkan 12:00 og býður upp á fjölbreyttan matseðil fyrir fjölskylduna.

Matseðill og nánari upplýsingar um viðburði er hægt að nálgast á facebook síðu Torgsins hér